Kyrja
Heim Um Kyrju Dagskrá Bakhjarl

Dagskrá

  • Reimagining

    26. október, 2024 | 20:00 | Fríkirkjan í Reykjavík

    Kyrja leggur áherslu á að sýna hið kunnuglega og klassíska í nýju ljósi. Gamansöm lög verða myrk, elektrópopp verður að gregorískum sálmi og landslag breytist í tónlist. Verk þekktra tónlistarmanna eru enduruppgötvuð og aðlöguð að eldri sönghefðum. Á efnisskránni er m.a. tónlist eftir Björk, Sigur Rós, Jón Ásgeirsson, Bubba Morthens, Í svörtum fötum, Jórunni Viðar og Depeche Mode.

    Tónleikarnir eru í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík 2024.

  • Vespers (All-Night Vigil) - Sergei Rachmaninoff

    2. nóvember, 2025 | 16:00 | Harpa Norðurljós

    Vespers Rachmaninoffs er almennt álitið eitt mesta meistaraverk kórtónbókmenntanna. Kyrja flytur verkið með lágmarkshópi 20 söngvara, án hljómsveitarstjóra, með áherslu á þjóðsagnatúlkun, helgisiði og yfirgripsmikla nálgun sem hefur sjaldan eða aldrei sést nokkurs staðar í heiminum. Verkið verður notað sem meginstoð minningarrítúals á tónleikaformi 2. nóvember, á allrasálnamessu, til minningar um fórnarlömb stríðs, sérstaklega í Úkraínu og á Gaza.

    Í samstarfi við Sígilda sunnudaga 2025-2026 og Óperudaga í Reykjavík 2025.