Viltu gerast bakhjarl Kyrju?
Sönghópurinn Kyrja var stofnaður árið 2022 og samanstendur af ellefu karlsöngvurum. Kyrja leggur áherslu á að sýna hið kunnuglega og klassíska í nýju ljósi.
Kyrja er að skipuleggja nýja og spennandi tónleika á næstu mánuðum og árum, auk þess að taka upp nýja tónlist í hverjum mánuði og deila með umheiminum. Þetta krefst tíma og fjármagns og við þurfum á hjálp ykkar að halda. Með því að gerast styrktaraðili Kyrju, hjálparðu til við að efla listsköpun okkar. Við verðum þér ævinlega þakklát!